1.3.2008 | 21:11
Takk fyrir síðast - þetta var bara GAMAN!
Það mættu ca. 30 manns, stuð og stemma!!! Enginn hrepparígur þrátt fyrir óeirðir í sveitastjórnarmálum fyrir norðan.
Aldursdreifingin var þokkaleg - þó held ég að árgangur '64 hafi átt vinninginn - HÚRRA FYRIR OKKUR, hehe. Þið reynið bara að toppa okkur að ári - skora á ykkur að reyna.
Olla sá til þess að Laugamannasöngurinn var sunginn. ( og það var sko raddað takk fyrir!!)
Eins og þið sjáið þá er komin ný niðurtalning og skoðanakönnun. Þetta er hér með orðið að árlegum hittingi. Takið því strax frá Langan - Laugadag 28 febrúar á næsta ári. Formaður undirbúningsnefndar var kjörinn, Alli Gísla, með mjög svo lýðræðislegum-laugamanna-hætti, "Sá sem flöskustúturinn lendir á".
Þó að við séum búin að ákveða hitting eftir ár - þá er ekki þar með sagt að við getum ekki hitist fyrr. Einhver stakk t.d. upp á að grilla saman í sumar, sem gæti verið gaman.
Ég vona að einhver hafi tekið betri myndir, fyrir Hönnu Dóru, en ég með gemsanum mínum. Þið getið annaðhvort sent meil á laugar.reykjadal@yahoo.com og fengið login og passw. eða sent myndirnar og ég sé um að setja þær inn.
Yfir til þín Alli, ég vona að þú sért betri í að grípa en Daddý
kk/gúa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.2.2008 | 13:15
Smá upprifjun til að koma okkur í réttu stemminguna fyrir kvöldið
LAUGAMANNASÖNGUR
Þegar himininn blakknar mín hrapstjarna skín
þá fer hugurinn aftur að leita til þín.
Nú er fjarri og gleymd okkar stefnumótsstund
enginn staður á jörðu sem man okkar fund.
Manstu vetrarins spá, hvers þú spurðir mig þá
þegar spor lágu í snjónum við Reykjadalsá.
Nú er veturinn liðinn og löngun mig ber
heim að Laugum á slóðir sem gekk ég með þér.
Þá var skóli í Reykjadal rétt undir hlíð
þá var rökkur og skin þá var æskunnar tíð.
Þótt ég glopri því niður sem gleðin mér bar
aldrei gleymast mér sporin í hjarninu þar.
Þá var stjarna sem brann, þá var straumur sem rann
þá var styrjöld sem enginn í heiminum vann.
Þó að kulni mín glóð, enginn kveði mín ljóð
vil ég kveðja og tæma hinn glataða sjóð.
Örn Snorrason
Jííííha - nú er fjör
Látið nú heyra í ykkur!
kv/óstjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 09:34
Áminning - Apótekið
Mælum með að fólk mæti ekki seinna en 22:00 svo það verði nú friður til að spjalla e-ð.
Ekki sofna yfir imbanum í kvöld
Munið að við ætlum að hittast á Apótekinu - frjálsleg mæting - allir árgangar - engin ákveðin skemmtidagskrá. (Að vísu var Daddý búin að hóta að mæta með handboltann þ.a. það er aldrei að vita nema hún sýni einhverja takta.)
kv/óstjórnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2008 | 23:26
Langur - Laugadagur á Apótekinu föstudaginn 29 febrúar
Góð hugmynd Unnur - þá er það ákveðið Apótekið 29 febrúar
Látið nú alla, Lauga- konur og kalla (með skalla? ) vita. Við Unnur tökum að okkur að senda meil á þá sem við erum með upplýsingar um. Þið hin látið þetta ganga.
Allir árgangar
Makar velkomnir
Við fyllum staðinn út úr dyrum!!
-Vertu Lauga-megin í lífinu
kv/óstjórn
ps. Takið endilega þátt í skoðanakönnuninni!!
Bloggar | Breytt 28.2.2008 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2008 | 21:55
Koma svo..............
Hæ hæ kæru Laugamenn nær og fjær.
Eigum við ekki að leggjast á eitt og aðstoða Gúu við að skrifa á síðuna og skipuleggja hittinga???
Það eru fjögur blogg skráð og hún á þau öll... ekki góð frammistaða það hjá okkur þ.e.a.s.
En mér líst vel á hitting þann 29 feb og mæli með t.d. Apótekinu, stór og fínn staður sem ætti að geta tekið á móti okkur ÖLLUM
Reynum að contacta þá sem við erum með síma og mail hjá svo að við sjáum sem flesta.
DADDÝ: er boltinn svona lengi á leiðinni eða...............
Sjáumst vonandi sem flest,
kv, Unnur Ara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 20:59
Daddý kann greinilega ekki að grípa ;-)
.... eða ég ekki að kasta
Hvernig líst ykkur á langan Laugadag, föstudaginn 29 feb. ?
Komið endilega með tillögu að stað. Ég legg til að þetta verði frekar óformlegt, allir árgangar, strákar og stelpur.
Hristið nú af ykkur slenið og dustið af ykkur rykið.
kv/gúa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 20:46
Takk fyrir síðast :) og yfir til þín Daddý
Þetta var rosa gaman - hefði viljað staldra lengur við, en var að fara í ferðalag með fjölskyldunni daginn eftir og átti eftir að pakka.
Mættar voru Olla, Ragnheiður, Daddý, Guðný, Ágústa, Þurý, Svala og Gúa.
Það er eitthvað sérstakt við það að hafa verið í heimavistarskóla, maður kynnist skólafélögum á allt annan hátt, þannig að þó líði ár og öld milli þess að við hittumst þá er það (eins og Ragnheiður komst svo vel að orði og brast í söng) "já, eins og gerst haf' í gær".
Af því að Daddý er svo mikill handboltafrík og góð í að grípa, þá varpa ég boltanum yfir til hennar. Það er komið að þér góða að skipuleggja næsta hitting og blogga dulítið.
knús og kram/gúa
ps. tröllasagan um prumpufýlu á börum, eftir að reykingar voru bannaðar, er SÖNN -oj.
EF ÞIÐ ERUÐ ÓÁNÆGÐAR MEÐ MYNDIRNAR AF YKKUR ÞÁ VERÐIÐ ÞIÐ BARA AÐ SETJA INN NÝJAR hehehehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 22:42
Hittingur
Þá er komið að því að hittast, loksins. Við ætlum að hittast á Thorvaldsen kl 20:00 fimmtudaginn 25. október. Það er öllum velkomið að mæta "more the marrier" ;o) væri gaman að sjá sem flesta!!
Þeir sem ætla örugglega að mæta eru: Gúa, Daddý, Ragnheiður, Þurý og Ágústa.
Innlegg í umræður: "Langur Lauga-dagur" í febrúar???
kv/gúa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 14:34
Laugabloggsíðan
Nú er bara að byrja að blogga.
kv/gúa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Laugar í Reykjadal
Ég mæti
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 84294
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar