Takk fyrir síðast - þetta var bara GAMAN!

Það mættu ca. 30 manns, stuð og stemma!!! Enginn hrepparígur þrátt fyrir óeirðir í sveitastjórnarmálum fyrir norðan.

Aldursdreifingin var þokkaleg - þó held ég að árgangur '64 hafi átt vinninginn - HÚRRA FYRIR OKKUR, hehe. Þið reynið bara að toppa okkur að ári - skora á ykkur að reyna.Devil 

Olla sá til þess að Laugamannasöngurinn var sunginn. ( og það var sko raddað takk fyrir!!) 

Eins og þið sjáið þá er komin ný niðurtalning og skoðanakönnun. Þetta er hér með orðið að árlegum hittingi. Takið því strax frá Langan - Laugadag 28 febrúar á næsta ári. Formaður undirbúningsnefndar var kjörinn, Alli Gísla, með mjög svo lýðræðislegum-laugamanna-hætti, "Sá sem flöskustúturinn lendir á".W00t 

Þó að við séum búin að ákveða hitting eftir ár - þá er ekki þar með sagt að við getum ekki hitist fyrr. Einhver stakk t.d. upp á að grilla saman í sumar, sem gæti verið gaman.

Ég vona að einhver hafi tekið betri myndir, fyrir Hönnu Dóru, en ég með gemsanum mínum. Þið getið annaðhvort sent meil á laugar.reykjadal@yahoo.com og fengið login og passw. eða sent myndirnar og ég sé um að setja þær inn.

Yfir til þín Alli, ég vona að þú sért betri í að grípa en DaddýWink

kk/gúa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló og takk fyrir síðast.

 

Jú mikið rétt það var 64. árgangur sem var með yfirhöndina á þessu kvöldi sem var frábært.

Gúa Með val formannsstöðu hefur allveg farið framhjá mér en gaman var í flöskustút.

Daddý manstu hvað ég sagði þér í gær að vera aðeins lengur því Frammara myndu tapa fyrir Val og hvað SKÝTTÖPUÐU JÁ SKÝTTÖPUÐU  ha ha það gengur bara betur næst.Með laugasönginn hann var nokkuð góður ,virðist vanta smá samæfingu en þegar Olla fór að slá taktinn með sýnu Stuðla öryggi endaði þetta allt vel.Annars takk fyrir allt sjáummst hress.

 

    Alli Gísla

Óstjórn (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:05

2 identicon

Aðaldælingar kunna greinilega ekki að grípa   Áfram KR!!

Gua (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:49

3 identicon

Hæ hæ öll og takk fyrir síðast, þetta var bara gaman

Já varðandi Laugamannasönginn fannst eins og ég hefði aldrei heyrt hann áður og kunni ekki eina línu......

greinilega verkefni fyrir næsta ár að rifja hann upp.

Alli þetta er illa gert gagnvart Daddý svona stuttu á eftir og þau enn í sárum

en ertu búinn að gleyma formannskosningunni í flöskustútnum???????

En að sjálfsögðu tekur maður daginn frá strax og 65 árgangurinn á eftir að slá í gegn.............................

Bestu kveðjur og takk fyrir frábært kvöld,

Unnur 

Unnur Ara (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:42

4 identicon

Sæl og blessuð og takk fyrir síðast.

Þetta var bara fjör. Hvað með alla þá sem eru að fara hér inn. Af hverju ekki að skrifa nokkrar línur. Mitt minni man eftir flöskustút en svo sem ekki hvað viðkomandi átti að gera en segi bara já og amen við þessu

Ef einhverjir hafa áhuga þá er ég með MSN. agustaherab@hotmail.com

Ágústa Hera Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:05

5 identicon

HVER KOM MÉR HEIM??? Lotta segist hafa séð mig á bossanum úti í skafli !!! nei án gríns, þetta var BARA gaman. Jóhannes að fara gifta sig 23 árum seinna, hvenær var það aftur, ætlaði ég ekki að útvega kórinn - minnir það... Allir voru eins, bara fallegri, en  ég viðurkenni að ALLI minn Gísla - þú hefur breyst :) EN  það var MINN árgangur sem VANN mætinguna (1960) 100% mæting - ég var sko ein úr þeim árgangi.  Endilega ef einhver á myndir að koma þeim á framfæri... hlakka til næst og skal kenna Unni Laugaskólasönginn og líka HINN sem er eldri: Vorið til vor hingað hraðar för.....

Bestu kveðjur - Olla

Ólöf V. Bóasdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:29

6 identicon

Halló

 

Ekki veit ég hvernig þú fórst heim Olla en eitt er víst að þú virtist hafa skemmt þér vel.

Með Þurý hún hefur engu gleymt þ.e.a.s. varðandi hláturinn  hann hefur hækkað já HÆKKAÐ.

Það bjargaði því að húsið hélt þessum skaðræðis hlátri þökk sé meterbreiðum veggjum og gler

sem var fjórfalt.Því segi ég varðandi Daddý sem er enn í sárum   ÁFRAM HAUKAR,   þeir virðast geta gripið án harpex...........................

 

    Kv. Alli

Alli (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:33

7 identicon

Haukar og Fram hvað.

Vill bara benda ykkur á mjög fjölskylduvænt sporta. BOX

Bolltaíþróttir eru mjög hættulegar.

Ágústa Hera Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:57

8 identicon

Takk rosalega fyrir síðast... betra seint en aldrei...  Það er ekki spurning að hittast mjög reglulega þó ekki væri nema að Unnur lærði Lauga-sönginn. Sárin eru gróin Alli,  þú spilaðir nú í blárri treyju og hvítum buxum áður fyrr!  Áfram GEISLI! ha ha. En mitt minni er eins og 'Agústu - ekki neitt!   Man ekki eftir flöskustútnum, var þetta örugglega ekki lýðræðisleg kosning??                  Annars er gaman að sjá hvað fólk er duglegt að kíkja á síðuna.                       kv. Daddý

daddý (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:05

9 Smámynd: Laugar

Hæ öll

Gaman að sjá að fólk er aðeins að taka við sér.  Já Olla mín ég þarf að hafa samband við þig og láta þig svara fyrir stóru orðin hemmmm.  Þú lofaðir að útvega kórinn fyrir giftinguna mína í október hehehhe. Spurning hvort þú sért að ruglast eða hafir lofað okkur báðum??  Það er með þetta eins og hvernig þú fórst heim

Án gríns Alli.... var þetta virkilega svona með hláturinn Ég er svo bæld alla daga með þennan blessaða hlátur. Reyni yfirleitt að vera með hljóðkútinn á en stundum tekst það ekki.  Sérstaklega ekki þegar það er virkilega skemmtilegt fólk í kringum mann og með ykkur er maður BARA 16 HEHEHEHEHHE

Þið sem farið svona snemma heim missið alltaf að mesta fjörinu.  Nú er ég að skjóta á þig Daddý mín.  Flöskustúturinn var eftir að þið hjónakornin fóru heim  Mér lýst vel á að þú komir okkur í BOXIÐ Ágústa. Hef heyrt að þú sért assskooooooti GÓÐ í því. Gaman Búi minn að sjá línur frá þér og gott að fá númerið þitt.  Ég mun taka púlsinn á þér bráðlega.

Knús til ykkar.  Þurý Ara

Laugar, 6.4.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laugar í Reykjadal

Höfundur

Laugar
Laugar

Ég mæti

Ætlar þú að mæta?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Helga og Solla
  • Todda og Una María
  • Gilli og Fía
  • Maggi
  • Siggi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 83206

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband