12.2.2009 | 15:31
!!!!!!!!!! *** Players 28 febrúar *** !!!!!!!!!!!!
Við mætum öll hress á Players laugardagskvöldið 28. febrúar.
Við hittumst í hliðarsal og þeir sem mæta fyrir kl 21:00 fá frítt inn, eftir það kostar 2.000 kr. Það er ekki ákveðið enn hvaða hljómsveit spilar um kvöldið en við verðum í bandi með það.
Það er líka hægt að mæta snemma og borða á staðnum. Þeir sem hafa áhuga á því látið í ykkur heyra með því að skrifa athugasemd eða senda meil (laugar.reykjadal@yahoo.com) og við látum taka frá borð.
Nú er bara að láta alla laugamenn og konur vita!!
*** Allir árgangar ***
Kveðja/Stjórnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2009 | 13:15
Café París kl 21:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 08:40
Skipulagsfundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 18:37
Glæsilegar myndir að byrja að koma inn.
Jæja hef nú aldrei gert neitt nema að commenta á blogg, en ákvað að prufa að setja inn myndir. Held þetta hafi tekist hjá mér . Byrjaði á setja inn myndir af þeim sem voru í 9. bekk 78-79, en er ekki búin og vantar líka myndir af mörgum. Endilega sendið mér myndir á (vallagy@simnet.is) sem þig eigið eða helst setjið þær bara sjálf inn og bætið við albúmin. Gaman væri að vera komin með gott myndasafn fyrir hittinginn sem verður vonandi í vor. Þar með er minni fyrstu bloggfærslu lokið, kanski ég taki þetta bara að mér,(eða þannig) Og verið svo dugleg að láta vita af ykkur hér inni. Bara smá comment.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 13:40
Langur Laugadagur
Nú líður að löngum Lauga degi.Hann tókst vel í fyrra og mætta þó nokkuð margi,sumir óþekkjanlegir og virtist einhverjir hafa farið í lýtaraðgerð,því útlitið var allt annað en ég átti von á,en var til hins betra.Stefnan er að hafa hittinginn 28.febrúar,á einhverjum góðum stað sem hægt verður að spjalla og jafnvel taka danspor.Ég var kosinn formaður í fyrra og var það mjög umdeilt hvernig að því var staðið,en ég ætla ekki að fara út í það núna,hverjar blekkingarnar voru.Látið allt Laugafólk viða af þessum viðburði og þá verður þetta BARA GAMAN
Bkv Alli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2008 | 20:58
Fullt af nýjum og gömlum myndum ;o)
Thank's to Valla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2008 | 20:40
Já þetta var bara GAMAN!
Takk kærlega fyrir síðast. Gaman að þekkja svona marga sem mættu og ekki hitt í mörg ár Það er ekki spurning að taka frá 28. febrúar á næsta ári. Lýst vel á að Alli verði með puttana í skipul.. Talandi um flöskustút þá er spurning hvað Gulli gerir í október:-)
Ég verð að fara upp á háaloft og gramsa í gömlum myndum frá Laugum. Ég mun finna einhverja "spúkí" mynd t.d. af Þórarni Pálma hehhehee. Best að fara varlega að henda boltanum. Ekki ólíklegt að til séu hrollvekjumyndir af mér
Þú átt Gúa mín hrós skilið fyrir hvað þú ert búin að vera þolinmóð við okkur öll og hvetja okkur til að skrifa. Jæja ég er loksins búin að stíga skrefið. Bestu kveðjur til ykkar. Þurý Ara.
Bloggar | Breytt 8.4.2008 kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2008 | 14:14
Þetta gengur bara vel
Það eru komnar 29 myndir. Það eru ekki margir sem hafa sent mynd af sér, en nokkrir þó og sumir tvær ;o) Þessar persónunjósnir eru hrikalega skemmtilegar - ég mæli með þessu, maður kemst að ýmsu
Við erum líka komin með 3 Lauga-bloggvini (eingöngu lauga-bloggarar eru samþykktir, aðrir geta sleppt því að reyna). Ef þið vitið um fleiri bloggara, eigið eða getið bent mér á nýlegar myndir af laguafólki - þá treysti ég því að þið sendið mér meil. Það væri líka gaman að fá gömlu passamyndirnar.
kk/gúa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 22:55
Laugamannamyndasafnið
Ég er búin að spæja nokkrar myndir af þeim sem mættu á apótekið, en enn vantar helling!! Nú ætla allir (hvort sem þeir mættu á Apó eða ekki ) að taka sig til og senda mynd af sé á laugar.reykjadal@yahoo.com, annars finn ég sjálf mynd af ykkur á netinu, muhahahahaha.
Ef þið eruð óánægð með myndirnar sem þegar eru komnar þá verðið þið bara að senda nýjar.
kk/gúa
ps. ég er sérstaklega stolt af að hafa fundið svona flotta mynd af Hanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Laugar í Reykjadal
Ég mæti
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar