29.2.2008 | 13:15
Smá upprifjun til að koma okkur í réttu stemminguna fyrir kvöldið
LAUGAMANNASÖNGUR
Þegar himininn blakknar mín hrapstjarna skín
þá fer hugurinn aftur að leita til þín.
Nú er fjarri og gleymd okkar stefnumótsstund
enginn staður á jörðu sem man okkar fund.
Manstu vetrarins spá, hvers þú spurðir mig þá
þegar spor lágu í snjónum við Reykjadalsá.
Nú er veturinn liðinn og löngun mig ber
heim að Laugum á slóðir sem gekk ég með þér.
Þá var skóli í Reykjadal rétt undir hlíð
þá var rökkur og skin þá var æskunnar tíð.
Þótt ég glopri því niður sem gleðin mér bar
aldrei gleymast mér sporin í hjarninu þar.
Þá var stjarna sem brann, þá var straumur sem rann
þá var styrjöld sem enginn í heiminum vann.
Þó að kulni mín glóð, enginn kveði mín ljóð
vil ég kveðja og tæma hinn glataða sjóð.
Örn Snorrason
Jííííha - nú er fjör
Látið nú heyra í ykkur!
kv/óstjórnin
Um bloggið
Laugar í Reykjadal
Ég mæti
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 84341
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erlendur Geirdal - mætir
Sjáumst hress í kvöld.
Óstjórn (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:34
Kveðja frá Þórarni Pálma:
Kemst því miður ekki, þarf að mæta á Goðamót í fótbolta á Akureyri. Ætli ég verði ekki um það bil að renna í hlað Glerárskóla þegar þið hittist í kvöld...
Óstjórn (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:36
Kveðjafrá Gunnari Svavars:
Sæl og takk fyrir boðið - kemst því miður ekki í kvöld á
Laugahátíð - vona að þið skemmtið ykkur vel án mín....
Kær kveðja - Gunnar Svavarsson
Laugar, 1.3.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.